Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. maí 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Man Utd á annan leikmann eins og Rashford"
Fletcher fagnar hér marki með Barnsley
Fletcher fagnar hér marki með Barnsley
Mynd: Getty Images
Ashley Fletcher er gríðarlega spennandi ungur leikmaður í eigu Manchester United samkvæmt Paul Heckingbottom, sem stýrir Barnsley í ensku C-deildinni.

Barnsley komst reyndar upp í ensku Championship-deildina í gær, en liðið lagði þá Milwall að velli í úrslitum umspilsins í ensku C-deildinni.

Fletcher var lánaður til Barnsley í janúar og hann skoraði fallegt mark í sigri liðsins í gær. Heckingbottom telur að hérna sé á ferðinni leikmaður sem geti náð sömu hæðum og Marcus Rashford hjá Man. Utd.

„Ég veit ekki hvernig goggunarröðin er þarna, en ef hann hefði ekki verið hér þá hefði hann mögulega leikið sinn fyrsta leik í stað Rashford," sagði Heckingbottom.

„Ég held að hann verði bara betri og betri. United hlýtur að hafa tekið eftir framförum hans og þeir munu komast að því að hann verði bara betri með tímanum."

Hér að neðan má sjá markið sem Fletcher skoraði í gær, en það er það fyrsta sem kemur í myndbandinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner