þri 31. maí 2016 09:00
Fótbolti.net
Lið 4. umferðar í Inkasso: Þrír frammi
Magnús Þórir Matthíasson er í liðinu.
Magnús Þórir Matthíasson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ivan Bubalo framherji Fram.
Ivan Bubalo framherji Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fótbolti.net fjallar best allra fjölmiðla um Inkasso-deildina, 1. deild karla, en fjórða umferðin fór fram um helgina. Hér má sjá úrvalslið umferðarinnar.

Pachu skoraði og Þorsteinn Daníel Þorsteinsson var öflugur í vörninni hjá Selfyssingum í 3-0 sigri á HK. Hallgrímur Mar Steingrímsson var bestur hjá KA í 1-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði.

Fjarðabyggð gerði markalaust jafntefli gegn Leikni R. á útivelli en þar áttu Loic Ondo og Haraldur Þór Guðmundsson góðan leik í vörninni.

Ivan Bubalo skoraði sigurmark Fram í sigri á Huginn en þar hélt Stefano Layeni hreinu í markinu.

Magnús Þórir Matthíasson skoraði og Jónas Guðni Sævarsson átti góðan leik á miðjunni í sigri Keflavíkur á Grindavík í Suðurnesjaslag.

Gunnar Örvar Stefánsson skoraði tvö og Jónas Björgvin Sigurbersson eitt í sigri Þórs á Haukum.



Úrvalslið 4. umferðar Inkasso:
Stefano Layeni (Fram)

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
Loic Ondo (Fjarðabyggð)
Haraldur Þór Guðmundsson (Fjarðabyggð)

Jónas Björgvin Sigurbegsson (Þór)
Jónas Guðni Sævarsson (Keflavík)
Pachu (Selfoss)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)

Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Ivan Bubalo (Fram)
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)

Þjálfari umferðarinnar: Þorvaldur Örlygsson (Keflavík)

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner