Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. maí 2016 13:45
Fótbolti.net
Lið 6. umferðar: Þrír Blikar
Damir Muminovic átti góðan dag gegn Stjörnunni.
Damir Muminovic átti góðan dag gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Indriði Sigurðsson er í liðinu eftir góða frammistöðu gegn Val.
Indriði Sigurðsson er í liðinu eftir góða frammistöðu gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Arnar Grétarsson er þjálfari umferðarinnar.
Arnar Grétarsson er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sjöttu umferðinni í Pepsi-deild karla lauk í gærkvöldi þegar Breiðablik skellti sér á toppinn með útisigri á Stjörnunni. Hér má sjá úrvalslið Fótbolta.net og Domino's úr þessari umferð.

Þjálfari umferðarinnar kemur einmitt úr Kóapvoginum en það er Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.


Blikar eiga flesta fulltrúa í liðinu enda unnu þeir mjög öflugan sigur í gær. Gunnleifur Gunnleifsson var stórkostlegur í markinu og Damir Muminovic öflugur í vörninni. Atli Sigurjónsson átti svo magnaða innkomu en hann skoraði annað mark Blika. Hjá Stjörnunni var Þorri Geir Rúnarsson frábær á miðjunni.

Indriði Sigurðsson og Denis Fazlagic áttu stóran þátt í sigri KR á Val. Indriði var fastur fyrir í vörninni og Fazlagic skoraði annað markið.

Avni Pepa var bestur í liði ÍBV í 1-0 sigri á Þrótti og Albert Brynjar Ingason var á skotskónum í Árbænum þar sem Fylkir gerði 2-2 jafntefli við Fjölni.

Óttar Magnús Karlsson skoraði annað mark Víkings R. í 3-2 sigri á ÍA. Jón Vilhelm Ákason var bestur hjá ÍA í þessum fjöruga leik í Fossvoginum en hann skoraði einnig glæsilegt mark.

Í Kaplakrika gerðu FH og Víkingur Ólafsvík 1-1 jafntefli en þar var Kassim Doumbia valinn maður leiksins.

Lið 6. umferðar:
Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik

Damir Muminovic - Breiðablik
Kassim Doumbia - FH
Avni Pepa - ÍBV
Indriði Sigurðsson - KR

Denis Fazlagic - KR
Þorri Geir Rúnarsson - Stjarnan
Atli Sigurjónsson - Breiðablik
Jón Vilhelm Ákason - ÍA

Albert Brynjar Ingason - Fylkir
Óttar Magnús Karlsson - Víkingur R.

Sjá einnig:
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner