Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   þri 31. maí 2016 12:35
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Noregi
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Osló
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net
„Það eru ekki allir tilbúnir í þennan leik, margir sem hafa spilað í Skandinavíu undanfarnar tvær vikur. Þeir þurfa á hleðslu að halda þessa daga. Tilgangurinn með þessum leik er að spila leikmönnum eins og Aroni og Jóa Berg í gang, það er tæpur mánuður síðan þeir spiluðu leik," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.

Ísland á tvo undirbúningsleiki framundan fyrir EM, sá fyrri verður gegn Noregi á Ullevaal á morgun. Staða leikmanna er mismunandi fyrir leikinn eins og Heimir nefnir en teymi Fótbolta.net hér í Noregi býst við að svona verði byrjunarliðið á morgun (4-4-2 auðvitað!).

Heimir setti (Staðfest) við það að markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson verði hvíldur og komi ekki við sögu í leiknum á morgun. Ögmundur Kristinsson er markvörður númer tvö en möguleiki er á að hann og Ingvar Jónsson hálfleikjaskipti leiknum á morgun.

Spurning er hver byrji í hægri bakverði þar sem við eigum ekki raunhæfa kosti í þá stöðu sem spila utan Skandinavíu. Birkir Már Sævarsson var hvíldur á æfingunni í gær og veðjum við á að Haukur Heiðar Hauksson hefji leik en spili að líkindum ekki meira en hálfleik. Haukur lék með liði sínu, AIK í Svíþjóð, á laugardaginn.

Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason gætu byrjað sem miðvarðapar og Hörður Björgvin Magnússon í vinstri bakverði. Á miðjunni spáum við því að okkar sterkasta teymi; Aron Einar Gunnarsson fyrirliði og Gylfi Þór Sigurðsson hefji leik með Jóhann Berg Guðmundsson og Emil Hallfreðsson á köntunum.

Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að glíma við hnémeiðsli eins og alþjóð veit og allar líkur á að Jón Daði Böðvarsson og hinn funheiti Alfreð Finnbogason byrji í fremstu víglínu.

Leikurinn á morgun hefst 17:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner