Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 31. maí 2016 10:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho heimsótti æfingasvæði Man Utd í fyrsta sinn
Sir Bobby Charlton tók á móti honum
Mourinho er tekinn til starfa hjá Man. Utd
Mourinho er tekinn til starfa hjá Man. Utd
Mynd: Getty Images
Man. Utd goðsögnin Sir Bobby Charlton virðist hafa tekið ráðninguna á Jose Mourinho í sátt, en þeir tveir ásamt Ed Woodward voru myndaðir á æfingasvæði félagsins í gær.

Charlton og Woodward tóku á móti Mourinho og aðstoðarmanni hans, Rui Faria og sýndu þeim æfingasvæði United í Carrington.

Charlton var upprunalega mótfallinn því að Mourinho tæki við United, en svo virðist sem hann hafi skipt um skoðun.

Mourinho er sagður hafa skoðað æfingarsvæðið í rúma fjóra tíma, en hann mun hefja störf hjá félaginu nú þegar.

Fyrstu leikir hans hjá United verða svo í Kína á undirbúningstímabilinu, en liðið mun mæta Dortmund 22. júlí og Manchester City 25. júlí.

Afar áhugavert verður að fylgjast með leiknum gegn City, en þá mun Mourinho mæta Pep Guardiola, nýjum stjóra City, í fyrsta skipti sem stjóri United, en mikill rígur er á milli þeirra.


Athugasemdir
banner
banner
banner