Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 31. maí 2016 21:55
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Ronaldo býr sig undir Ísland á Ibiza
Ronaldo fær skamman frítíma fyrir leikinn gegn Íslandi.
Ronaldo fær skamman frítíma fyrir leikinn gegn Íslandi.
Mynd: Mirror
Cristiano Ronaldo fær ekki mikinn frítíma þar til átökin hefjast á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi en hann nýtur hverrar einustu mínútu af honum.

Ronaldo er að sleikja sólina á Ibiza eins og Mirror fjallar ítarlega um, nokkrum dögum eftir að hann skoraði úr sigurspyrnunni þegar Real Madrid tryggði sér gullið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir vítaspyrnukeppni.

Ronaldo er fyrirliði portúgalska landsliðsins sem mætir Englandi í vináttulandsleik á fimmtudag. Ronaldo verður þó fjarri góðu gamni þar sem hann fær frí frá því verkefni.

Ronaldo er hvíldur fyrir sjálfa lokakeppnina svo hann verði sem frískastur í fyrsta leik Portúgala sem er gegn Íslandi í Saint-Etienne þann 14. júní.

Auk Íslands eru Ungverjaland og Austurríki með Portúgal í riðli í mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner