Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   þri 31. maí 2016 18:30
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Tryggva um myndina: Fyrsta útgáfa var fjórir klukkutímar
Jökullinn logar frumsýnd á föstudag
Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Næstkomandi föstudag verður bíómyndin Jökullinn logar frumsýnd en hún fjallar um leið íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi.

Sölvi Tryggvason fylgdi liði Íslands eftir í undankeppni EM. Sölvi var gestur í útvarsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardaginn þar sem hann ræddi myndina.

„Ég er mjög ánægður með útkomuna," segir Sölvi um myndina. Hann fékk hugmyndina að myndinni þegar hann sá heimildarmynd um landslið Kosta Ríka í tengslum við HM 2014.

„Fyrsta sem ég gerði var að senda tölvupóst á Þóri Hákonarson, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ og bera upp erindið," segir Sölvi um hugmyndina.

„Lars og Heimir höfðu verið að spá í einhverju svipuðu og þar var ég heppinn. KSÍ sagði að þetta kæmi vel til greina ef þjálfararnir myndu samþykkja þetta. Ég tók 2-3 fundi með Lars og Heimi til að kynna hvað ég vildi gera. Þegar þeir voru búnir að samþykkja þetta þá þurfti að fá alla leikmennina til að samþykkja þetta."

Sölvi og samstarfsfélagar hans fylgdu liðinu eftir í leikjunum í undankeppninni og voru með góðan aðgang að liðinu.

„Auðvitað voru oft línur sem okkur langaði að fara yfir. Stundum stigum við á þær og þá þurftum við að bakka. Það voru hlutir sem við máttum ekki gera en aðgangurinn að liðinu var samt sem áður gífurlega góður," sagði Sölvi en hann ákvað ásamt samstarfsfélögum sínum að birta ekki nokkur atriði.

„Það voru atriði sem við vorum með á upptöku sem við ákváðum að setja ekki í myndina. Þetta væri veggfóðrað á DV. Þetta myndi ekki fúnkera inn í rétttrúnaðinn. Það var samt ekki mikið. Við ákváðum sjálfir að taka það út."

Klippivinnan var mikil en auk þess að fylgja liðinu í undankeppninni þá voru tekin viðtöl við leikmenn og í myndinni eru myndbönd af leikmönnum á þeirra yngri árum.

„Fyrsta útgáfa okkar var fjórir klukkutímar og tuttugu mínútur. Við tókum svo ógeðslega mikið af efni. Það var flókið að ná að pússla þessu saman í góðan söguþráð," segir Sölvi.

Myndin verður mögulega einnig sýnd erlendis. „Við náum vonandi að selja hana til nokkurra landa fyrir EM. Ég er líka vongóður um að við náum að selja hana eftir EM," sagði Sölvi.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner