Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 31. maí 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Zlatan til Malmö en ekki Man Utd?
Powerade
Zlatan er fastagestur í slúðurpakkanum þessa dagana.
Zlatan er fastagestur í slúðurpakkanum þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Costa er orðaður við Atletico Madrid.
Costa er orðaður við Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin eru að sjálfsögðu með ýmislegt slúður á boðstólnum í dag.



Danny Drinkwater og Andros Townsend óttast að missa sæti sitt í enska landsliðshópnum þegar Roy Hodgson velur lokahópinn fyrir EM í dag. (The Times)

Sæti Daniel Sturridge í hópnum er einnig í hættu. (Guardian)

Andre Gomes, miðjumaður Valencia, ætlar að fara til Manchester United á næsta ári. (Daily Express)

Zlatan Ibrahimovic gæti gengið til liðs við sitt gamla félag Malmö, frekar en Manchester United. Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson spila með Malmö. (Sun)

Jose Mourinho hefur boðið Michael Carrick nýjan eins árs samning hjá Manchester United. (Guardian)

Southampton vill fá varnarmanninn Calum Chambers aftur í sínar raðir á láni frá Arsenal. (Daily Mirror)

Manuel Pellegrini ætlar að hætta í þjálfun ef hann fær ekki spennandi tilboð í sumar. (Guardian)

N'Golo Kante ætlar að vera áfram hjá Leicester í bili. (L'Equipe)

Diego Simeone vill fá framherjann Diego Costa til Atletico Madrid frá Chelsea. (Daily Star)

West Ham ætlar ekki að selja varnarmanninn unga Reece Oxford en Manchester United, Arsenal og Liverpool hafa öll sýnt áhuga. (Times)

Sunderland er með engar áætlanir um að selja markvörðinn Jordan Pickford, þrátt fyrir áhuga frá Manchester United. (Sunderland Echo)

Georginio Wijnaldum, miðjumaður Newcastle, segir ekki ljóst hvort hann verði áfram hjá félaginu eftir fallið úr ensku úrvalsdeildinni. (Chronicle)

Leicester verður í nýjum rauðum varabúningum í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur. (Leicester Mercury)

Stoke er eitt af þeim félögum í ensku úrvalsdeildinni sem vilja fá Jack Grealish frá Aston Villa. (Daily Telegraph)

Sunderland er tilbúið að bjóða tíu milljónir punda í Diafra Sakho, framherja West Ham. (Daily Mail)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ætlat að hitta Ryan Giggs og ræða framtíð hans hjá félaginu. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner