Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 31. maí 2018 09:55
Magnús Már Einarsson
Yfirlýsing frá Fram: Tökum ásakanir mjög alvarlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvíkur, sakaði stuðningsmenn liðsins um kynþáttafordóma í leik í Mjólkurbikarnum í gærkvöldi.

„Frábær sigur hjá Víkingi Ó. gegn Fram í kvöld. Það setti samt svartan blett á gleðina að hlusta á munnsöfnuð nokkura manna úr stúkunni í garð þeldökkra leikmanna Víkings... Svona á ekki að sjást. #notoracism," skrifaði Þorsteinn Haukur á samfélagsmiðla í gærkvöldi.

Fram segir í yfirlýsingu að félagið fordæmi algjörlega slík athæfi og að félagið muni kanna málið til hlýtar og gera viðeigandi ráðstafanir.

Yfirlýsing Fram
Varðandi umfjöllun og ásakanir um kynþáttafordóma í garð leikmanna Vikings frá Ólafsvík, vill Knattspyrnufélagið FRAM taka það skýrt fram að félagið fordæmir algjörlega slík athæfi.

Við tökum slíkar ásakanir mjög alvarlega og munum nú í kjölfarið kanna þetta til hlýtar og gera viðeigandi ráðstafanir.

Virðingarfyllst
f.h Knattspyrnufélagsins FRAM

Lúðvík Þorgeirsson
framkvæmdastjóri
Athugasemdir
banner
banner