Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. júlí 2014 07:00
Magnús Valur Böðvarsson
4. deild: Góður útisigur hjá Hvíta Riddaranum
Liðsmenn Hvíta unnu góðan sigur á Kára
Liðsmenn Hvíta unnu góðan sigur á Kára
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
KFG er í fínum málum í C-riðli.
KFG er í fínum málum í C-riðli.
Mynd: Þorsteinn Ólafs
KH er líklega á leið í úrslitakeppnina.
KH er líklega á leið í úrslitakeppnina.
Mynd: KH
Tveir leikir fóru fram í 4.deild karla í gær. Hvíti Riddarinn er að opna spennuna í a riðli eftir góðan útisigur á Káramönnum á Akranesi og þá sýndu Garðbæingarnir í KFG að þeir eru með yfirburðarlið í C - riðlinum eftir 4-1 sigur á Skallagrím.

Staðan í riðlinum er afar áhugaverð. A og c riðlarnir eru galopnir á meðan B og D virðast svo gott sem ráðnir.

A - riðill

Kári 1 - 2 Hvíti Riddarinn
0-1 Haukur Eyþórsson (16')
0-2 Arnór Þrastarson (42')
1-2 Dagur Alexandersson (69')

Spennan í A riðli náði nýjum hæðum með óvæntum 1-2 sigri Hvíta Riddarans á toppliði Kára. Lítum á stöðuna í riðlinum og möguleikana

Staðan í A-riðli
Kári 23 stig eftir 10 leiki
Álftanes 18 stig eftir 8 leiki
Hvíti Riddarinn 18 stig eftir 9 leiki
Hörður 16 stig eftir 9 leiki
Snæfell 8 stig eftir 9 leiki
Lumman 3 stig eftir 9 leiki
Kóngarnir 3 stig eftir 9 leiki

Káramenn eru í góðri stöðu. Með tvo leiki eftir fleytir einn sigur þeim ansi langt en gæti samt ekki verið nóg. Káramenn eiga meðal annars erfiðan útileik gegn Herði á Ísafirði og tapist sá leikur gæti Hvíti Riddarinn og Álftanes skotist upp fyrir Kára með því að sigra sína leiki sem eftir eru.

Álftanes á tvo leiki til góða á Kára og einn á hin liðin. Þeir þurfa að klára sitt verkefni og mega alls ekki við því að misstíga sig enda Hvíti riddarinn og Hörður á hælunum á þeim. Álftanes á í raun léttasta prógrammið eftir 3 heimaleiki og einn útileik gegn 4 neðstu liðinum en dýrt jafntefli gegn Snæfelli gæti orðið þeim að falli misstígi þeir sig í lokaleikjunum.

Hvíti Riddarinn þarf í raun og veru að klára alla sína 3 leiki og vonast til að annað hvort Álftanes eða Kári misstígi sig.

Möguleikar Harðar eru afar litlir þeir þurfa að vinna bæði Hvíta Riddarann og Álftanes á útivelli á tveimur dögum og vinna Kára á Ísafirði en samt að vonast til að eitthvað af hinum liðinum þrem misstígi sig í öðrum leikjum.

Í B riðlinum er KFS orðið öruggt í úrslitakeppnina. Eftir úrslit seinustu umferðar eru Vængir Júpiters í lykilstöðu í 2.sæti og ætti að ná 2.sætinu þó KB og Augnablik eiga smá möguleika.

C - riðill

KFG 4 - 1 Skallagrímur
1-0 Andri Valur Ívarsson
2-0 Bjarni Pálmason
3-0 Andri Valur Ívarsson
4-0 Andri Valur Ívarsson
4-1 Markaskorara vantar

Staðan
KFG 30 stig í 10 leikjum
Léttir 19 stig í 10 leikjum
Kormákur Hvöt 16 stig í 9 leikjum
Skallagrímur 15 stig í 9 leikjum
Elliði 9 stig í 9 leikjum
Örninn 6 stig í 9 leikjum
Afríka 0 stig í 8 leikjum

KFG er algjörlega komið í úrslitakeppnina með 30 stig eftir 10 leiki eða fullt hús stiga. Það er hinsvegar baráttan um 2.sætið sem skiptir öllu máli. Aðeins einn leikur í riðlinum hefur endað með jafntefli en það gerðu liðin í 2. og 3. sæti.

Þó að Léttir sé í 2.sæti þá eru þeir ekkert í lykilstöðu enda eiga þeir einungis tvo leiki eftir, útileikur ggn Skallagrím og gegn taplausum KFG mönnum. Það verður því ekki auðvelt fyrir þá að halda 2.sætinu og komast í úrslitakeppnina.

Kormákur Hvöt á leik til góða á Létti og gæti náð þeim að stigum, Prógrammið þeirra er áhugavert þar sem næsti leikur þeirra er gegn Erninum þar sem þeir töpuðu dýrmætum stigum með stórtapi á heimavelli. Þeir hafa því að harma að hefna í þeim leik auk þess að erfiður leikur gegn Elliða auk Vesturlandsslags við Skallagrím gerir liðinu erfitt fyrir.

Skallagrímur er 4 stigum á eftir Létti en á leik til góða. Innbirðist viðureignin gegn Létti verður að teljast afar áhugaverð. Þá eiga þeir leik gegn Afríku sem að öllu eðlilegur ætti að vera skyldusigur auk þess að lokaleikur gegn Kormáki Hvöt gæti ráðið úrslitum. Það verður því að teljast að allt sé galopið í þessum riðli.

D - riðill
D - riðill er svo gott sem ráðinn þar sem KH og Þróttur Vogum hafa stungið af. Aðeins er spurning hvort liðið vinnur riðilinn og hvort þeirra endar í 2.sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner