Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. júlí 2014 09:00
Arnar Daði Arnarsson
Bjössi Hreiðars skoðar undanúrslitaleik ÍBV og KR
Sigurbjörn Hreiðars.
Sigurbjörn Hreiðars.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Seinni undanúrslitaleikurinn í Borgunarbikar karla fer fram í kvöld. ÍBV og KR mætast á Hásteinsvellinum klukkan 18:00. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Við fengum Sigurbjörn Örn Hreiðarsson þjálfara Hauka til fara yfir undanúrslitaleikina sem framundan eru.

ÍBV 1 - 3 KR
Þessi lið eru að mætast í N1 skiptið. KR er nokkurnvegin að missa af lestinni í Pepsi-deildinni og þeir setja allt í þennan leik og það er allt undir hjá KR í þessum leik. Ef þeir fara ekki í bikarúrslitin þá verður það mikið áfall fyrir KR.

Á meðan Eyjamennirnir eru á heimavelli og þeim hefur gengið þokkalega undanfarið. KR er hinsvegar með betra lið og eiga að vinna þennan leik. Eyjamennirnir eiga klárlega séns í þessum leik og geta alveg unnið þennan leik, þá sérstaklega útaf leikurinn er í Eyjum. Þeir eru komnir með Þórarinn Inga heim og það er allt annar bragur á þeim en var. Tilfinning mín er samt sú að KR fari áfram.

KR-ingarnir komast í 2-1 og Eyjamenn gefa allt í þetta til að jafna og fá að í bakið og KR-ingar bæta við þriðja markinu rétt fyrir leikslok og gera þar með út um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner