fim 31. júlí 2014 17:53
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: FH í mjög erfiðri stöðu eftir slæmt tap
Steven Lennon skoraði í Svíþjóð.
Steven Lennon skoraði í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Elfsborg 4 - 1 FH
1-0 Sebastian Holmen ('56, víti)
1-1 Steven Lennon ('61)
2-1 Per Frick ('70)
3-1 Marcus Rohden ('81)
4-1 Simon Hedlund ('90, víti)

FH-ingar eru í mjög erfiðum málum eftir 4-1 tap fyrir Elfsborg í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Erfitt er að sjá FH fara áfram eftir þetta tap en seinni leikurinn verður í Kaplakrika eftir viku.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn þar sem FH-ingar fengu hættulegri færi og voru að spila vel.

En Elfsborg tók forystuna úr víti á 56. mínútu. Jón Jónsson var dæmdur brotlegur. Fimm mínútum síðar jafnaði Steven Lennon eftir stungusendingu.

En á lokakaflanum voru heimamenn miklu betri og skoruðu þrívegis.

Smelltu hér til að skoða textalýsinguna frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner