Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 31. júlí 2014 22:14
Daníel Freyr Jónsson
Evrópudeildin: Sigur í fyrsta leik Alfreðs
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson var í sigurliði Krasnodor.
Ragnar Sigurðsson var í sigurliði Krasnodor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta keppnisleik í treyju Real Sociedad í kvöld þegar liðið lagði Aberdeen í undankeppni Evrópudeildarinnar, 2-0.

Alfreð var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn í fremstu víglínu spænska liðsins en tókst hinsvegar ekki að koma boltanum í netið að þessu sinni.

Sociedad er í afar fínum málum fyrir síðari leik liðana sem fram fer eftir viku.

Þá var landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson í sigurliði rússneska félagsins Krasnodor gegn Diosgyor frá Ungverjalandi. Lokatölur urðu 5-1, en leikið var í Ungverjalandi.

Í Úkraínu gerðu Molde og Zorya 1-1 jafntefli. Björn Bergmann Sigurðarson spilaði ekki með Molde að þessu sinni.

Ólafur Ingi Skúlason og liðsfélagar hans í Zulte-Waregam eru í vægast sagt slæmri stöðu eftir 5-2 tap á heimavelli gegn Sachter Soligorsk frá Hvíta-Rússlandi, á meðan Kristinn Jónsson var í tapliði Brommapojkarna gegn Torino á heimavelli, 3-0.

IFK Gautaborg, með Hjálmar Jónsson innanborðs, tapaði sömuleiðis á heimavelli gegn Rio Ave frá Portúgal. Lokatölur í Svíþjóð voru 1-0.
Athugasemdir
banner
banner