Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 31. júlí 2014 20:19
Daníel Freyr Jónsson
Evrópudeildin: Stjarnan sigraði pólska stórliðið
Stjarnan bar sigur úr bítum gegn Lech Poznan.
Stjarnan bar sigur úr bítum gegn Lech Poznan.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Stjarnan 1 - 0 Lech Poznan
1-0 Rolf Toft ('48)

Evrópudraumur Stjörnunar lifir enn góðu lífi eftir að liðið gerði sér lítið fyrir og skellti pólska stórliðinu Lech Poznan á Samsung-vellinum í kvöld, 1-0.

Rolf Toft skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik eftir mikinn klaufagang í vörn gestanna.

Ólafur Karl Finsen fékk sannkallað dauðafæri til að bæta við marki um miðjan síðari hálfleik en honum brágst bogalistin og skaut framhjá.

Poznan sótti nokkuð stíft þegar líða tók á leikinn en Stjarnan hélt út og náði að koma í veg fyrir jöfnunarmark.

Liðin mætast á nýjan leik í Póllandi að viku liðinni. Sigurliðið úr viðureigninni fer í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner