Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 31. júlí 2014 13:47
Elvar Geir Magnússon
Guðjón Baldvins til Óla Kristjáns?
Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson.
Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson er á leið í danska boltann samkvæmt sænskum fjölmiðlum.

Guðjón sagði við Hallandsposten að hann hafi átt góðan tíma hjá Halmstad en hann sé tilbúinn fyrir nýjar áskoranir. Hann vildi þó ekki staðfesta að hann væri á leið til Danmerkur en sagði hræringar í gangi.

Sagt er að Nordsjælland og Esbjerg vilji semja við Guðjón en Ólafur Kristjánsson þjálfar fyrrnefnda liðið eins og flestir vita.

Guðjón er á sínu þriðja tímabili hjá Halmstad en liðið er í fallsæti og berst fyrir lífi sínu í sænsku úrvalsdeildinni. Samningur Guðjóns rennur út eftir tímabilið og honum er frjálst að finna sér nýtt lið.
Athugasemdir
banner
banner
banner