Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. júlí 2014 22:15
Daníel Freyr Jónsson
Lítið félag í Noregi fékk arf frá stuðningsmani
Stuðningsmaður í Noregi erfði FL Fart allar eignir sínar.
Stuðningsmaður í Noregi erfði FL Fart allar eignir sínar.
Mynd: Getty Images
Norska neðrideildarliðinu FL Fart barst á dögunum væn peningagjöf úr dánarbúi rúmlega níræðs stuðningsmanns.

Um er að ræða fjórar milljónir norskra króna að mati stjórnar Fart, eða því sem nemur rúmleag 70 milljónum íslenskra króna.

Fart er staðsett í bænum Vang í Heiðmörk í Austur-Noregi.

Stuðningsmaðurinn sem um ræðir hét Erling Andreassen, en hann lést þann 12. júlí. Ákvað hann að allur arfur sinn myndi allur renna til Fart, að undanskildnum kostnaði við útför sína.

Stjórn Fart hefur ekki ákveðið hvað gert verði við fjármunina, en líklegt er að allar skuldir félagsins verði greiddar upp.
Athugasemdir
banner
banner