Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 31. júlí 2014 06:00
Elvar Geir Magnússon
Nær U17 landsliðið loks sigri í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U17 landslið karla er í Danmörku að taka þátt í Norðurlandamótinu. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa; 5-1 fyrir Englandi og 1-0 fyrir Svíþjóð.

Í dag leika íslensku strákarnir sinn síðasta leik í B-riðli mótsins þegar keppt verður gegn Finnum klukkan 16 að íslenskum tíma.

Finnar eru með eitt stig eftir 1-1 jafntefli gegn Englandi og ljóst að Ísland þarf sigur til að forðast neðsta sæti riðilsins.

Leikið verður um sæti á mótinu á laugardag.
Athugasemdir
banner