Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. júlí 2014 13:30
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Celtic: Við misstum algjörlega hausinn
Celtic vann KR í síðustu umferð forkeppninnar.
Celtic vann KR í síðustu umferð forkeppninnar.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Celtic missti hausinn gegn Legia Varsjá í forkeppni Meistaradeildarinnar. Legia vann fyrri leik liðanna í gær 4-1 en sigurinn var síst of stór.

„Þið getið ekki trúað því hversu svekktur ég er. Við byrjuðum vel en fengum svo á okkur auðvelt mark. Við vorum fljótir að missa hausinn," segir Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic.

„Við vorum að missa knöttinn á hættulegum stöðum trekk í trekk og varnarlínan var ekki samstillt. Þeir fengu auðveldlega færi og svo eftir að Efe Ambrose fékk rauða spjaldið varð þetta nánast ómögulegt."

„Það þurfti miklu meiri orku í okkar lið. Við stóðum ekki saman í 90 mínútur. Það er mesta áhyggjuefnið. Ég er þó ekki búinn að leggja árar í bát og við eigum enn möguleika í heimaleiknum með okkar stuðningmenn við bakið á okkur."
Athugasemdir
banner