fim 31. júlí 2014 22:29
Grímur Már Þórólfsson
Heimild: 101greatgoals 
Umboðsmaður: Quintero á leiðinni til Arsenal
Quintero í leik með Kolumbíu
Quintero í leik með Kolumbíu
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Juan Fernando Quintero hefur tilkynnt á Twitter að sóknartengiliðurinn sé á leiðinni til London að skrifa undir hjá Arsenal og að kaupverðið sé 20 milljónir evra.

Þá hafa fjölmiðlar í Kolumbíu einnig staðfest þessar fregnir.

Quintero er 21 árs gamall og leikur með Porto en hann hefur verið þar í eitt ár. Þá á hann sex landsleiki að baki fyrir Kolumbíu en hann lék þrjá leiki á nýliðnu heimsmeistaramóti.

Þessar fregnir koma þó verulega á óvart þar sem Arsenal eiga nú þegar meira en nóg af sóknarsinnum miðjumönnum. Þetta gæti þó þýtt að Santi Cazorla sé á leiðinni frá félaginu.

Arsenal hafa nú þegar keypt einn landsliðsmann Kolumbíu, markmanninn David Ospina frá Nice í Frakklandi. Þá hafa þeir einnig fengið Alexis Sanchez og bakverðina Callum Chambers og Mathieu Debuchy.


Athugasemdir
banner
banner