Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 31. júlí 2015 20:15
Elvar Geir Magnússon
Daði Bergs í Leikni á lánssamningi (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur lánað kantmanninn Daða Bergsson í Leikni út tímabilið.

Daði sem er fæddur 1995 hefur vermt varamannabekkinn hjá Val á tímabilinu og lítið fengið að spila.

Hann er uppalinn hjá Þrótti og hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands. Hann fór síðan út til NEC Nijmegen í Hollandi og var þar áður en hann kom til Vals í júní í fyrra.

Í fyrra skoraði hann 3 mörk í 4 leikjum í Pepsi-deildinni en í ár hefur hann komið við sögu í sjö leikjum, langflestum sem varamaður.

Leiknir berst fyrir lífi sínu í deildinni en eftir góða byrjun er liðið komið í fallsæti. Liðið hefur ekki náð að vinna leik í Pepsi-deildinni síðan 26. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner