Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 31. júlí 2015 15:50
Elvar Geir Magnússon
Fannar Hafsteins í norsku C-deildina (Staðfest)
Fannar Hafsteinsson.
Fannar Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Fannar Hafsteinsson hefur verið lánaður frá KA til Lyn sem leikur í norsku C-deildinni.

„Bætist hann í hóp margra góðkunnra íslendinga sem hafa leikið með liðinu en Fannari er ætlað að verja mark liðsins í komandi átökum og má búast við því að hann verði mættur í markið strax núna á sunnudaginn ef allt gengur upp," segir á heimasíðu KA.

„Fannar fer á lán út október en kemur þá aftur til KA. Óskum við Fannar alls hins best og vonum að honum gangi vel á nýjum slóðum næstu vikur."

Fannar er varamarkvörður í U21-landsliðinu en hann hóf sumarið sem aðalmarkvöður KA en missti stöðu sína til Srdjan Rajkovic.

Lyn er gamalt stórveldi í norskum fótbolta, hefur tvívegis orðið Noregsmeistari, en eftir gjaldþrot 2008 hefur liðið verið í veseni.
Athugasemdir
banner
banner