Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2015 12:40
Elvar Geir Magnússon
Fréttir af Liverpool: Svakaleg pressa á Rodgers
Liverpool verður að ná árangri.
Liverpool verður að ná árangri.
Mynd: Getty Images
Það er talsvert að frétta af Liverpool þennan föstudaginn. Rickie Lambert er á leið í læknisskoðun hjá West Bromwich Albion sem mun kaupa þennan 33 ára sóknarmann.

Þegar allt er frágengið mun Christian Benteke, sem keyptur var á 32,5 milljónir punda í sumar, fá treyju númer níu.

Alan Shearer, sparkspekingur, var að spjalla um Liverpool hjá BBC en hann telur alveg ljóst að liðið þarf að fara vel af stað á tímabilinu. Hann finni sterka lykt af því að pressan á Brendan Rodgers sé gríðarleg eftir vonbrigðin síðasta tímabil.

Þá hefur varnarmaðurinn reyndi Kolo Toure (34 ára) opinberað að hann hafi hafnað möguleika á að fara frá Liverpool. Hann segir að slatti af félögum í Evrópu hafi sýnt sér áhuga.

„Ég get ekki yfirgefið eitt besta félag heims. Það skiptir mig miklu máli að fá að vera hjá þessu félagi, spila fyrir þennan stjóra og þessa mögnuðu stuðningsmenn. Mér finnst ég vera elskaður hér og það er mikilvægt," segir Toure.
Athugasemdir
banner
banner