Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. júlí 2015 13:21
Elvar Geir Magnússon
Hector Pena aftur í Leikni Fáskrúðsfirði (Staðfest)
Hector Pena í leik með Fjarðabyggð gegn Fram.
Hector Pena í leik með Fjarðabyggð gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Spænski varnarmaðurinn Hector Pena Bustamante er kominn aftur í Leikni Fáskrúðsfirði frá Fjarðabyggð.

Hector hjálpaði Leikni Fáskrúðsfirði að komast upp úr 3. deildinni síðastliðið sumar en hann var mjög öflugur í vörn liðsins. Hector kom fyrst til Íslands um mitt sumar árið 2013 þegar hann gekk í raðir ÍA.

Hann lék sjö leiki með Fjarðabyggð í 1. deildinni.

Gríðarleg spenna er í 2. deildinni þar sem Leiknismenn eru í öðru sæti með 33 stig, stigi á eftir toppliði ÍR og stigi á undan Huginn sem er í þriðja sæti.

Fleiri lið í 2. deildinni hafa verið að styrkja sig. Ægir Þorlákshöfn sem situr í fallsæti hefur fengið hinn tvítuga Svavar Berg Jóhannsson lánaðan frá Selfossi. Fyrr í glugganum fengu Ægismenn Spánverjann Ramón Torrijos Ánton sem er miðjumaður og varnarmanninn Skúla Bragason sem kom á lánssamningi frá Leikni Reykjavík.

Þá heldur vængmaðurinn Einar Már Þórisson áfram að skipta milli Fram og KV. Hann gekk í raðir KV 2012, fór í Fram fyrir tímabilið 2014 en skipti aftur í KV um mitt sumar. Hann fór svo aftur í Fram fyrir yfirstandandi tímabil en er nú kominn aftur í KV sem er í fjórða sæti deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner