fös 31. júlí 2015 10:56
Elvar Geir Magnússon
Memphis ferðast með 2 milljóna króna tískuvörur
Mynd: The Mail
Memphis Depay, Hollendingurinn ungi hjá Manchester United, sparar það ekki þegar kemur að því kaupa merkjavörur.

Memphis vill tolla í tískunni og var eins og poppstórstjarna þegar hann ferðaðist með Manchester United heim úr æfingaferðinni í Bandaríkjunum.

Með sólgleraugu innandyra og rándýra Louis Vuitton handtösku.

The Mail hefur tekið það saman að dótið sem Memphis bar í ferðalaginu kostar yfir 2 milljónir íslenskra króna. Og þá eru jakkafötin ekki tekin með!

Einhver er nú innkoman.

Memphis er 21 árs hollenskur landsliðsmaður sem keyptur var frá PSV Eindhoven í sumar.

Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir hann eins og fram kom í grein sem við birtum fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner