Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2015 16:39
Elvar Geir Magnússon
Rickie Lambert til West Brom (Staðfest)
Lambert er 33 ára.
Lambert er 33 ára.
Mynd: Getty Images
Rickie Lambert er orðinn leikmaður West Bromwich Albion. Hann kemur frá Liverpool en talið er að kaupverðið sé í kringum 3 milljónir punda.

Lambert hefur skrifað undir tveggja ára samning og kemur beint inn í leikmannahópinn fyrir æfingaleik gegn Bristol Rovers.

Lambert fær treyju númer 17 en Tony Pulis, stjóri West Brom, fagnar því að fá þessa viðbót inn í hópinn.

„Rickier er góður og sterkur leikmaður sem er öflugur karakter og góður bæði í klefanum og á vellinum. Það er fagnaðarefni að fá hann um borð," segir Pulis.

Lambert var í unglingaakademíu Liverpool og skoraði grimmt fyrir Bristol Rovers áður en Southampton keypti hann 2009. Á þremur tímabilum með Dýrlingunum skoraði hann 88 mörk.

Fyrir síðasta tímabil gekk hann í raðir Liverpool en var notaður sparlega á Anfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner