Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 31. júlí 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Umboðsmaður Digne hefur ekki rætt við Liverpool
Lucas Digne hefur verið orðaður við Liverpool.
Lucas Digne hefur verið orðaður við Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umboðsmaður Íslandsvinarins Lucas Digne segist ekki hafa fengið leyfi frá Paris Saint-Germain til að ræða við Liverpool um möguleg félagaskipti leikmannsins.

Laurent Blanc, þjálfari PSG, greindi frá því í síðustu viku að Digne hefði tekið það skýrt fram að hann vildi yfirgefa frönsku meistarana. Er Liverpool talið hafa mikinn áhuga á bakverðinum og héldu fjölmiðlar í Frakklandi því fram að Mikkel Beck, umboðsmaður hans, hefði fengið leyfi til að ræða við enska félagið.

„Það er ekki satt, þeir hafa ekki gefið mér leyfi til að ræða við Liverpool," sagði Beck við Ekstra Bladet.

„Ég get ekki tjáð mig um nein sérstök félög en það eru mörg stórlið sem hafa sýnt áhuga. Við verðum að sjá hvort eitthvað gangi í gegn, en það er verið að vinna í þessu. Lucas er ekki 100 prósent ánægður með ástandið í París."

Athugasemdir
banner
banner
banner