fös 31. júlí 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Walcott bindur enda á slúðursögur
Nýr samningur!
Nýr samningur!
Mynd: Getty Images
Theo Walcott, sóknarleikmaður Arsenal, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Við erum að tala um 140 þúsund pund á viku. Mikið hefur verið ritað og rætt um framtíð Walcott en nú er staðfest að hún liggur á Emirates.

Þessi 26 ára Englendingur hefur skorað 50 deildarmörk í 208 leikjum síðan hann kom frá Southampton 2006 fyrir 12,5 milljónir punda.

Þá hefur Santi Cazorla, spænski landsliðsmiðjumaðurinn, einnig skrifað undir nýjan samning við Lundúnafélagið.

Í tilkynningu frá Arsenal segir knattspyrnustjórinn Arsene Wenger að báðir séu þetta hágæðaleikmenn sem eru mikilvægir í leikmannahópnum.

Arsenal varð bikarmeistari síðasta tímabil og mætir Englandsmeisturum Chelsea í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner