sun 31. júlí 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Christian Vieri tekur skóna af hillunni og ætlar að spila í Kína
Christian Vieri er að snúa aftur
Christian Vieri er að snúa aftur
Mynd: Getty Images
Ítalska goðsögnin Christian Vieri hyggst taka skóna fram af hillunni 43 ára gamall og spila í Kínversku Ofurdeildinni. Frá þessu greindi hann sjálfur á samfélagsmiðlum.

Vieri ákvað að leggja skóna á hilluna árið 2009, en nú koma þeir fram aftur. Hann mun fara til Kína þar sem peningarnir eru ótrúlegir.

Vieri varð dýrasti leikmaður heims þegar Inter Milan borgaði Lazio 32 milljónir punda fyrir hann. Já, tímarnir hafa svo sannarlega breyst síðan þá.

Hann skoraði 103 mörk í 143 leikjum fyrir Inter og auk þess sem hann spilaði 49 landsleiki á sínum ferli og skoraði í þeim 23 mörk. Hann spilaði einnig með liðum á borð við Juventus, Atletico Madrid og AC Milan, en lengst af spilaði hann með Inter.

„Risa fréttir - Bobo er kominn aftur. Ég hef ákveðið að fara og spila í Kína," sagði Vieri.

Ekki er vitað fyrir hvaða lið Vieri mun leika í Kína.



Athugasemdir
banner
banner
banner