Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 31. júlí 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Wolves kaupir varnarmann frá Atletico Madrid (Staðfest)
Silvio í leik með Benfica á síðasta tímabili
Silvio í leik með Benfica á síðasta tímabili
Mynd: Getty Images
Enska Championship-deildarliðið Wolves hefur staðfest kaup á varnarmanninum Silvio. Hann kemur til liðsins frá spænska stórliðinu Atletico Madrid.

Kaupverðið á hinum 28 ára gamli Silvio er ekki gefið upp að svo stöddu.

Hann skrifaði undir eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Silvio var á síðasta tímabili í láni hjá Benfica og er hann annar Portúgalinn sem semur við Wolves á stuttum tíma. Hinn var Helder Costa, en hann kom á láni út þetta tímabil frá Benfica.

Helder Costa var í láni hjá AS Monaco í Frakklandi á síðasta tímabili og spilaði þar 22 leiki. Hann mun núna leika með Wolves á komandi tímabili.

Kínverskir fjárfesta tóku nýverið yfir hjá Wolves og þeir ætla sér stóra hluti á komandi tímabili. Þeir eru búnir að reka Kenny Jackett, en hans stað var hinn ítalski Walter Zenga ráðinn.

Wolves endaði í 14. sæti Championship-deildarinnar á síðasta tímabili, en þá var niðurstaðan 58 stig. Þeir ætla sér greinilega meira núna.
Athugasemdir
banner
banner