„Mér fannst leikurinn spilast nokkurnveginn eins og Milos lagði upp með. Við vorum meira með boltann kannski og þeir lágu meira til baka og sóttu hratt á okkur. Við vorum kannski klaufar í fyrri hálfleik að nýta ekki stöðuna betur og síðasta sending kannski svolítið að klikka" sagði Kristinn Jónsson leikmaður Breiðabliks sem kom aftur til félagsins úr atvinnumennsku nú á dögunum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Fjölnir
„Já ég á smá í land með að ná upp leikformi. Ég er ekki búinn að spila mikið upp á síðkastið þannig að ég held að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá þjálfarnum að taka mig útaf á þessum tímapunkti.
Í rauninni er það ekki eitthvað endilega stefnan hjá mér að fara aftur í atvinnumennsku. Það besta í stöðunni var að taka 5 mánaða samning af því að Milos er með 5 mánaða samning líka og ég veit ekki hvað gerist í Janúar hjá fleiri strákum í liðinu. Þannig að ég held að það hafi verið ágætis lending fyrir Blikana og fyrir mig að hafa það þannig"
Nánar er rætt við Kidda í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir