Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
banner
   mán 31. júlí 2017 22:06
Matthías Freyr Matthíasson
Kiddi Jóns: Besta í stöðunni að taka 5 mánaða samning
Mynd: Fótbolti.net
„Mér fannst leikurinn spilast nokkurnveginn eins og Milos lagði upp með. Við vorum meira með boltann kannski og þeir lágu meira til baka og sóttu hratt á okkur. Við vorum kannski klaufar í fyrri hálfleik að nýta ekki stöðuna betur og síðasta sending kannski svolítið að klikka" sagði Kristinn Jónsson leikmaður Breiðabliks sem kom aftur til félagsins úr atvinnumennsku nú á dögunum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Já ég á smá í land með að ná upp leikformi. Ég er ekki búinn að spila mikið upp á síðkastið þannig að ég held að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá þjálfarnum að taka mig útaf á þessum tímapunkti.

Í rauninni er það ekki eitthvað endilega stefnan hjá mér að fara aftur í atvinnumennsku. Það besta í stöðunni var að taka 5 mánaða samning af því að Milos er með 5 mánaða samning líka og ég veit ekki hvað gerist í Janúar hjá fleiri strákum í liðinu. Þannig að ég held að það hafi verið ágætis lending fyrir Blikana og fyrir mig að hafa það þannig"


Nánar er rætt við Kidda í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner