City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   mán 31. júlí 2017 22:06
Matthías Freyr Matthíasson
Kiddi Jóns: Besta í stöðunni að taka 5 mánaða samning
Mynd: Fótbolti.net
„Mér fannst leikurinn spilast nokkurnveginn eins og Milos lagði upp með. Við vorum meira með boltann kannski og þeir lágu meira til baka og sóttu hratt á okkur. Við vorum kannski klaufar í fyrri hálfleik að nýta ekki stöðuna betur og síðasta sending kannski svolítið að klikka" sagði Kristinn Jónsson leikmaður Breiðabliks sem kom aftur til félagsins úr atvinnumennsku nú á dögunum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Já ég á smá í land með að ná upp leikformi. Ég er ekki búinn að spila mikið upp á síðkastið þannig að ég held að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá þjálfarnum að taka mig útaf á þessum tímapunkti.

Í rauninni er það ekki eitthvað endilega stefnan hjá mér að fara aftur í atvinnumennsku. Það besta í stöðunni var að taka 5 mánaða samning af því að Milos er með 5 mánaða samning líka og ég veit ekki hvað gerist í Janúar hjá fleiri strákum í liðinu. Þannig að ég held að það hafi verið ágætis lending fyrir Blikana og fyrir mig að hafa það þannig"


Nánar er rætt við Kidda í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner