Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mán 31. júlí 2017 21:49
Matthías Freyr Matthíasson
Milos um Eið Smára: Hvort við fáum hann, það eru nokkrar klst eftir til að vita það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er mjög ánægður, mjög ánægður. Það er í rauninni erfitt eftir góðan útisigur að fylgja því en við skuldum okkar áhorfendum að vinna fleiri heimaleiki" sagði kátur Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir góðan sigur á Fjölni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Það er alveg þannig eins og góður vinur minn hann Willum sagði, það getur enginn sett meiri pressu á mig en ég sjálfur. Það er engin pressa þannig séð frá stjórninni að gera hitt og þetta. Við horfum á einn leik i einu en ég myndi ljúga ef ég segði að ég myndi ekki vilja gera allt sem ég gæti til að koma liðinu í Evrópukeppni.

Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því hvort að það verði fleiri breytingar á Blikaliðinu í glugganum. Það er eitthvað í gangi en þið þurfið að tala við Snorra formann meistaraflokksráðs. Ég hef engar upplýsingar og ég er símalaus í leiknum og því gæti verið að við séum búnir að fá leikmann.

En ég hugsa að það gerist að þá gerist eitthvað mjög spennandi. Ég er ánægður með þennan hóp. Pælingin var að bæta við tveimur til þremur leikmönnum við þann hóp sem ég var með og ekki missa Oliver og Höskuld en ég er ánægður fyrir þeirra hönd og við bættum við mönnum í þeirra stað.

Eið Smára vil ég fá í öll lið sem ég þjálfa. Það er no brainer, besti leikmaður Íslands frá upphafi. Fyrirgefið einhverjir eldri sem ég hef ekki fylgst með en hann hefur spilað með Chelsea sem er náttúrlega mitt lið síðan 96. Ég vildi fá hann en hvort við fáum hann, það eru nokkrar klukkustundir eftir til að vita það"


sagði Milos og nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner