Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
banner
   mán 31. júlí 2017 21:49
Matthías Freyr Matthíasson
Milos um Eið Smára: Hvort við fáum hann, það eru nokkrar klst eftir til að vita það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er mjög ánægður, mjög ánægður. Það er í rauninni erfitt eftir góðan útisigur að fylgja því en við skuldum okkar áhorfendum að vinna fleiri heimaleiki" sagði kátur Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir góðan sigur á Fjölni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Það er alveg þannig eins og góður vinur minn hann Willum sagði, það getur enginn sett meiri pressu á mig en ég sjálfur. Það er engin pressa þannig séð frá stjórninni að gera hitt og þetta. Við horfum á einn leik i einu en ég myndi ljúga ef ég segði að ég myndi ekki vilja gera allt sem ég gæti til að koma liðinu í Evrópukeppni.

Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því hvort að það verði fleiri breytingar á Blikaliðinu í glugganum. Það er eitthvað í gangi en þið þurfið að tala við Snorra formann meistaraflokksráðs. Ég hef engar upplýsingar og ég er símalaus í leiknum og því gæti verið að við séum búnir að fá leikmann.

En ég hugsa að það gerist að þá gerist eitthvað mjög spennandi. Ég er ánægður með þennan hóp. Pælingin var að bæta við tveimur til þremur leikmönnum við þann hóp sem ég var með og ekki missa Oliver og Höskuld en ég er ánægður fyrir þeirra hönd og við bættum við mönnum í þeirra stað.

Eið Smára vil ég fá í öll lið sem ég þjálfa. Það er no brainer, besti leikmaður Íslands frá upphafi. Fyrirgefið einhverjir eldri sem ég hef ekki fylgst með en hann hefur spilað með Chelsea sem er náttúrlega mitt lið síðan 96. Ég vildi fá hann en hvort við fáum hann, það eru nokkrar klukkustundir eftir til að vita það"


sagði Milos og nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner