Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   mán 31. júlí 2017 21:49
Matthías Freyr Matthíasson
Milos um Eið Smára: Hvort við fáum hann, það eru nokkrar klst eftir til að vita það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er mjög ánægður, mjög ánægður. Það er í rauninni erfitt eftir góðan útisigur að fylgja því en við skuldum okkar áhorfendum að vinna fleiri heimaleiki" sagði kátur Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir góðan sigur á Fjölni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Það er alveg þannig eins og góður vinur minn hann Willum sagði, það getur enginn sett meiri pressu á mig en ég sjálfur. Það er engin pressa þannig séð frá stjórninni að gera hitt og þetta. Við horfum á einn leik i einu en ég myndi ljúga ef ég segði að ég myndi ekki vilja gera allt sem ég gæti til að koma liðinu í Evrópukeppni.

Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því hvort að það verði fleiri breytingar á Blikaliðinu í glugganum. Það er eitthvað í gangi en þið þurfið að tala við Snorra formann meistaraflokksráðs. Ég hef engar upplýsingar og ég er símalaus í leiknum og því gæti verið að við séum búnir að fá leikmann.

En ég hugsa að það gerist að þá gerist eitthvað mjög spennandi. Ég er ánægður með þennan hóp. Pælingin var að bæta við tveimur til þremur leikmönnum við þann hóp sem ég var með og ekki missa Oliver og Höskuld en ég er ánægður fyrir þeirra hönd og við bættum við mönnum í þeirra stað.

Eið Smára vil ég fá í öll lið sem ég þjálfa. Það er no brainer, besti leikmaður Íslands frá upphafi. Fyrirgefið einhverjir eldri sem ég hef ekki fylgst með en hann hefur spilað með Chelsea sem er náttúrlega mitt lið síðan 96. Ég vildi fá hann en hvort við fáum hann, það eru nokkrar klukkustundir eftir til að vita það"


sagði Milos og nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir