sun 31. ágúst 2014 14:56
Jóhann Ingi Hafþórsson
Brendan Rodgers: Sterling kláraði eins og Ricky Gervais
Brendan Rodgers var kátur í dag.
Brendan Rodgers var kátur í dag.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, þjálfari Liverpool var að vonum sáttur eftir 3-0 sigur sinna manna gegn Tottenham í dag.

,,Allt sem gat verið gott í leik okkar í dag var til staðar. Við spiluðum með demanta miðju í fyrri hálfleik og það var mikil ógn hjá okkur."

,,Yfir höfuð voru gæðin frábær, við skoruðum þrjú mörk og hefðum getað skorað meira. Við kláruðum leikinn vel og þetta voru góð þrjú stig."

Rodgers var mjög sáttur við Mario Balotelli sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool sem og Raheem Sterling sem var maður leiksins.

,,Balotelli var frábær, hann vann vel fyrir liðið, pressaði vel, var sterkur og með gæði."

,,Sterling var magnaður í dag. En ég varð að hlægja þegar við skoruðum næstum fjórða markið. Hann fór í gegnum vörn Tottenham eins og Ricky Villa, en hann kláraði færið eins og Ricky Gervais," sagði Rodgers á léttu nótunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner