banner
   mán 31. ágúst 2015 15:30
Magnús Már Einarsson
Gylfi eftir sigurinn á Man Utd: Ekki upp á okkar besta
Mynd: Getty Images
„Þetta var erfiður leikur því við spiluðum ekki okkar besta bolta," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við heimasíðu Swansea eftir 2-1 sigur á Manchester United í gær.

„Við sýndum seigluna sem býr í liðinu og að jafnvel þó að við séum ekki upp á okkar besta þá getum við unnið leiki."

„Það er mikilvægt, sérstaklega á heimavelli. Ég er nokkuð viss um að mörg lið vilja ekki koma hingað."


Gylfi hrósaði framherjunum Andre Ayew og Bafetimbi Gomis sem skoruðu mörk Swansea.

„Þeir hafa verið stórkostlegir. Andre og Bafe hafa skorað mörg mörk og unnið vel saman. Vonandi heldur það áfram út tímabilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner