banner
   mán 31. ágúst 2015 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Hinn eftirsótti Roberto Soriano komst ekki til Napoli
Mynd: Getty Images
Napoli virtist vera búið að ganga frá kaupum á Roberto Soriano, miðjumanni Sampdoria, en félagsskiptin fóru ekki í gegn þar sem ekki var nægur tími til að ljúka og skila inn pappírsvinnunni í sambandi við félagsskiptin.

Inter og Milan voru á höttunum eftir Soriano í sumar en liðin frá Mílanóborg drógu sig úr kapphlaupinu og leituðu á önnur mið eftir að Sampdoria skellti 15 milljón punda verðmiða á leikmanninn.

Juan Camilo Zuniga, 29 ára landsliðsmaður Kólumbíu, átti að fara til Sampdoria í staðinn, auk 10 milljónum punda.

Hinn 24 ára gamli Soriano átti frábært tímabil með Sampdoria í fyrra þar sem honum tókst að brjóta sér leið inn í ítalska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner