Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. ágúst 2015 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Joaquin til Real Betis (Staðfest) - Loksins kominn heim
Mynd: Getty Images
Joaquin sagði nýlega frá neikvæðri upplifun sinni hjá Fiorentina á Ítalíu þar sem hann talaði um að þjást af mikilli heimþrá og sakaði ítalska knattspyrnufélagið um að halda sér nauðugum innan herbúða liðsins.

Martröð Joaquin er loks á enda og er leikmaðurinn búinn að skrifa undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Real Betis.

Joaquin er 34 ára gamall og spilaði 59 deildarleiki fyrir Fiorentina á tveimur árum. Auk þess á hann yfir 200 leiki að baki í spænsku efstu deildinni og 51 landsleik fyrir Spán.

Joaquin hefði líklega ekki verið hleypt burt frá Fiorentina ef ekki fyrir yfirvofandi komu Jakub Blaszczykowski frá Borussia Dortmund.

Joaquin kostar Betis um 2 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner