Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. ágúst 2015 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho vill sjá Hazard gera betur
Hazard hefur ekki byrjað tímabilið vel.
Hazard hefur ekki byrjað tímabilið vel.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vill fá meira frá sóknarmanninum Eden Hazard og ætlast til að Belginn fari að spila betur.

Chelsea hefur byrjað tímabilið afleitlega og Hazard hefur sjálfur einungis verið skugginn af manninum sem var valinn besti leikmaður síðustu leiktíðar af kollegum sínum í ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ef þú ert besti leikmaður deildarinnar, þá er það þín ábyrgð að spila jafn vel og á síðasta tímabili," sagði Hazard.

„Ég vil ekki greina einstaklings frammistöður. Það er erfitt fyrir liðið að spila vel þegar nokkrir leikmenn standa sig ekki vel. Þegar sex eða sjö eru að spila vel og þrír eða fjórir eru ekki að sýna ásættanlega frammistöðu, þá er erfitt fyrir liðið að ná stöðugleika."

Athugasemdir
banner
banner
banner