mán 31. ágúst 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Uppselt á leikinn í Hollandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uppselt er á leik Hollands og Íslands í undankeppni EM næstkomandi fimmtudagskvöld.

Amsterdam Arena tekur 51 þúsund manns í sæti svo búast má við að stemningin verði mikil.

Hollenska knattspyrnusambandið hefur selt alla miða sem eru í boði á leikinn á fimmtudag.

Ísland fékk um það bil 3000 sæti til sölu og þeir miðar eru allir farnir út.

Það þýðir að um 1% þjóðarinnar verður í Amsterdam þegar leikurinn fer fram á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner