Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   fim 31. ágúst 2017 11:10
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Birkir Már að kveðja Hammarby: Nú fer allt á fullt að finna eitthvað nýtt
Icelandair
Birkir léttur á landsliðsæfingu í dag.
Birkir léttur á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson færi sig um set eftir tímabilið í Svíþjóð. Birkir er 32 ára og samningur hans að renna út en slitnað hefur upp úr viðræðum hans við Hammarby.

Birkir er fastamaður í byrjunarliði Hammarby en félagið hefur boðið honum samning sem er ansi fjarri því sem Birkir vill.

„Ég er búinn að vera með útlendingaskatt í Svíþjóð en hann dettur út þegar maður hefur verið í þrjú ár. Þá þarf félagið að hækka samninginn ansi vel til að ég haldi sömu launum," segir Birkir.

„Þeir buðu ágætis samning en hann var bara ekki nægilega góður til að ná upp í skattinn. Það er nýbúið að slitna upp úr viðræðum við Hammarby og nú fer bara allt af stað í að finna eitthvað nýtt."

„Ég er opinn fyrir flestu, svo lengi sem ég og fjölskyldan erum ánægð. Það er erfitt að rífa fjölskylduna upp og flytja milli landa. Svona er þetta bara að vera fótboltamaður."

Birkir er á fullu að búa sig undir komandi landsleik gegn Finnlandi sem verður á laugardag.

„Þeir eru ekki eins lélegir og taflan sýnir finnst mér. Þeir eru duglegir og erfitt að mæta þeim. Það eru góðir fótboltamenn í liðinu. Við verðum að sýna miklu betri leik en við gerðum í fyrri leiknum," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner