Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 31. ágúst 2017 11:10
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Birkir Már að kveðja Hammarby: Nú fer allt á fullt að finna eitthvað nýtt
Icelandair
Birkir léttur á landsliðsæfingu í dag.
Birkir léttur á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson færi sig um set eftir tímabilið í Svíþjóð. Birkir er 32 ára og samningur hans að renna út en slitnað hefur upp úr viðræðum hans við Hammarby.

Birkir er fastamaður í byrjunarliði Hammarby en félagið hefur boðið honum samning sem er ansi fjarri því sem Birkir vill.

„Ég er búinn að vera með útlendingaskatt í Svíþjóð en hann dettur út þegar maður hefur verið í þrjú ár. Þá þarf félagið að hækka samninginn ansi vel til að ég haldi sömu launum," segir Birkir.

„Þeir buðu ágætis samning en hann var bara ekki nægilega góður til að ná upp í skattinn. Það er nýbúið að slitna upp úr viðræðum við Hammarby og nú fer bara allt af stað í að finna eitthvað nýtt."

„Ég er opinn fyrir flestu, svo lengi sem ég og fjölskyldan erum ánægð. Það er erfitt að rífa fjölskylduna upp og flytja milli landa. Svona er þetta bara að vera fótboltamaður."

Birkir er á fullu að búa sig undir komandi landsleik gegn Finnlandi sem verður á laugardag.

„Þeir eru ekki eins lélegir og taflan sýnir finnst mér. Þeir eru duglegir og erfitt að mæta þeim. Það eru góðir fótboltamenn í liðinu. Við verðum að sýna miklu betri leik en við gerðum í fyrri leiknum," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner