Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 31. ágúst 2017 11:10
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Birkir Már að kveðja Hammarby: Nú fer allt á fullt að finna eitthvað nýtt
Icelandair
Birkir léttur á landsliðsæfingu í dag.
Birkir léttur á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson færi sig um set eftir tímabilið í Svíþjóð. Birkir er 32 ára og samningur hans að renna út en slitnað hefur upp úr viðræðum hans við Hammarby.

Birkir er fastamaður í byrjunarliði Hammarby en félagið hefur boðið honum samning sem er ansi fjarri því sem Birkir vill.

„Ég er búinn að vera með útlendingaskatt í Svíþjóð en hann dettur út þegar maður hefur verið í þrjú ár. Þá þarf félagið að hækka samninginn ansi vel til að ég haldi sömu launum," segir Birkir.

„Þeir buðu ágætis samning en hann var bara ekki nægilega góður til að ná upp í skattinn. Það er nýbúið að slitna upp úr viðræðum við Hammarby og nú fer bara allt af stað í að finna eitthvað nýtt."

„Ég er opinn fyrir flestu, svo lengi sem ég og fjölskyldan erum ánægð. Það er erfitt að rífa fjölskylduna upp og flytja milli landa. Svona er þetta bara að vera fótboltamaður."

Birkir er á fullu að búa sig undir komandi landsleik gegn Finnlandi sem verður á laugardag.

„Þeir eru ekki eins lélegir og taflan sýnir finnst mér. Þeir eru duglegir og erfitt að mæta þeim. Það eru góðir fótboltamenn í liðinu. Við verðum að sýna miklu betri leik en við gerðum í fyrri leiknum," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner