Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 31. ágúst 2017 11:10
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Birkir Már að kveðja Hammarby: Nú fer allt á fullt að finna eitthvað nýtt
Icelandair
Birkir léttur á landsliðsæfingu í dag.
Birkir léttur á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson færi sig um set eftir tímabilið í Svíþjóð. Birkir er 32 ára og samningur hans að renna út en slitnað hefur upp úr viðræðum hans við Hammarby.

Birkir er fastamaður í byrjunarliði Hammarby en félagið hefur boðið honum samning sem er ansi fjarri því sem Birkir vill.

„Ég er búinn að vera með útlendingaskatt í Svíþjóð en hann dettur út þegar maður hefur verið í þrjú ár. Þá þarf félagið að hækka samninginn ansi vel til að ég haldi sömu launum," segir Birkir.

„Þeir buðu ágætis samning en hann var bara ekki nægilega góður til að ná upp í skattinn. Það er nýbúið að slitna upp úr viðræðum við Hammarby og nú fer bara allt af stað í að finna eitthvað nýtt."

„Ég er opinn fyrir flestu, svo lengi sem ég og fjölskyldan erum ánægð. Það er erfitt að rífa fjölskylduna upp og flytja milli landa. Svona er þetta bara að vera fótboltamaður."

Birkir er á fullu að búa sig undir komandi landsleik gegn Finnlandi sem verður á laugardag.

„Þeir eru ekki eins lélegir og taflan sýnir finnst mér. Þeir eru duglegir og erfitt að mæta þeim. Það eru góðir fótboltamenn í liðinu. Við verðum að sýna miklu betri leik en við gerðum í fyrri leiknum," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner