Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fim 31. ágúst 2017 11:10
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Birkir Már að kveðja Hammarby: Nú fer allt á fullt að finna eitthvað nýtt
Icelandair
Birkir léttur á landsliðsæfingu í dag.
Birkir léttur á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson færi sig um set eftir tímabilið í Svíþjóð. Birkir er 32 ára og samningur hans að renna út en slitnað hefur upp úr viðræðum hans við Hammarby.

Birkir er fastamaður í byrjunarliði Hammarby en félagið hefur boðið honum samning sem er ansi fjarri því sem Birkir vill.

„Ég er búinn að vera með útlendingaskatt í Svíþjóð en hann dettur út þegar maður hefur verið í þrjú ár. Þá þarf félagið að hækka samninginn ansi vel til að ég haldi sömu launum," segir Birkir.

„Þeir buðu ágætis samning en hann var bara ekki nægilega góður til að ná upp í skattinn. Það er nýbúið að slitna upp úr viðræðum við Hammarby og nú fer bara allt af stað í að finna eitthvað nýtt."

„Ég er opinn fyrir flestu, svo lengi sem ég og fjölskyldan erum ánægð. Það er erfitt að rífa fjölskylduna upp og flytja milli landa. Svona er þetta bara að vera fótboltamaður."

Birkir er á fullu að búa sig undir komandi landsleik gegn Finnlandi sem verður á laugardag.

„Þeir eru ekki eins lélegir og taflan sýnir finnst mér. Þeir eru duglegir og erfitt að mæta þeim. Það eru góðir fótboltamenn í liðinu. Við verðum að sýna miklu betri leik en við gerðum í fyrri leiknum," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner