Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 31. október 2014 15:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Ósvald spennandi kostur
Ósvald Jarl Traustason.
Ósvald Jarl Traustason.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, segist hafa áhuga á að fá vinstri bakvörðinn Ósvald Jarla Traustaon til félagsins.

Ósvald Jarl er 19 ára gamall en hann lék með Fram í sumar eftir að hafa verið í yngri flokkum Breiðabliks.

Ósvald Jarl ræddi fyrr í vikunni við Fylki en Blikar vilja líka fá hann í sínar raðir.

,,Við erum bara með einn vinstri bakvörð í Kristni Jónssyni og það er ekki vitað hvort hann verði hjá okkur eða ekki. Okkur vantar mann og mér finnst Ósvald vera spennandi kostur í það. Það verður síðan að koma í ljós hvað gerist," sagði Arnar við Fótbolta.net í dag.

Atli Fannar Jónsson, jafnaldri Ósvalds, hefur einnig verið orðaður við uppeldisfélag sitt Breiðablik á nýjan leik en hann er á förum frá ÍBV. Arnar segir þó að engar formlegar viðræður hafi átt sér stað við Atla Fannar.

Arnar segir að Breiðablik hafi einungis rætt við Ósvald og Arnþór Ara Atlason sem liggur undir feld þessa dagana áður en hann ákveður hvort hann muni fara í KR eða Breiðablik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner