Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 31. október 2014 13:58
Elvar Geir Magnússon
Diego Costa aftur í byrjunarlið Chelsea
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Guardian segir að sóknarmaðurinn Diego Costa verði í byrjunarliði Chelsea í Lundúnaslagnum gegn Queens Park Rangers á morgun.

Costa hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri og nárameiðsla en hann hefur misst af fjórum síðustu leikjum, þar á meðal jafnteflinu gegn Manchester United á sunnudag.

Dider Drogba hefur leitt framlínuna að undanförnu þar sem Loic Remy hefur verið meiddur.

„Diego er klár í slaginn og það er gott fyrir okkur. Það er ansi erfið staða að vera bara með einn heilan sóknarmann," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea.

Framundan eru leikir hjá spænska landsliðinu og líklegt að Costa taki þátt í þeim verkefnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner