Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 31. október 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Grannaslagur í Manchester
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem meirihluti tíundu umferðar fer fram á laugardegi en einnig verður spilað á sunnudegi og mánudegi.

Fyrsti leikur helgarinnar hefst um hádegi þar sem Newcastle tekur á móti Liverpool, en bæði lið hafa verið að gera fína hluti upp á síðkastið.

Arsenal mætir þá botnliði Burnley sem er eina sigurlausa liðið í deildinni á meðan topplið Chelsea tekur á móti QPR sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea heimsækja Everton í spennandi leik í efri hluta deildarinnar á sama tíma og Southampton, sem er í öðru sæti, heimsækir Hull City.

Stórleikur helgarinnar verður á ofursunnudeginum þar sem ríkjandi meistarar Manchester City taka á móti Manchester United í risastórum nágrannaslag. Manchester-liðin eru þau einu sem hafa náð stigum af Chelsea hingað til á tímabilinu.

Aston Villa fær Tottenham í heimsókn í lokaleik sunnudagsins og Crystal Palace mætir Sunderland í fallbaráttunni á mánudagskvöldi.

Laugardagur:
12:45 Newcastle - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Arsenal - Burnley (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Everton - Swansea
15:00 Chelsea - QPR (Stöð 2 Sport 4)
15:00 Leicester - West Brom (Stöð 2 Sport 5)
15:00 Stoke City - West Ham (Stöð 2 Sport 6)
15:00 Hull City - Southampton

Sunnudagur:
13:30 Manchester City - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
16:00 Aston Villa - Tottenham (Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
20:00 Crystal Palace - Sunderland (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner