Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. október 2014 20:30
Alexander Freyr Tamimi
Ferdinand brjálaður yfir leikbanninu
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, varnarmaður Queens Park Rangers, er brjálaður yfir því að enska knattspyrnusambandið dæmdi hann í þriggja leikja bann fyrir ósæmileg ummæli.

Aganefnd knattspyrnusambandsins dæmdi Ferdinand í þriggja leikja bann á miðvikudag og sektaði hann um 25.000 pund, og þá þarf hann þar að auki að mæta á námskeið.

Þessi fyrrum varnarmaður Manchester United svaraði aðila sem hafði hraunað yfir hann á Twitter og var enska knattspyrnusambandinu ekki skemmt yfir svari hans. Var hann því dæmdur í bann, en svar hans átti að hafa eitthvað með kvenfyrirlitningu að gera.

QPR hefur ekki enn tilkynnt hvort félagið muni áfrýja, en Ferdinand mun að öllu óbreyttu missa af leikjum gegn Chelsea, Manchester City og Newcastle.

Ferdinand lýsti yfir undrun sinni og reiði yfir banninu á Twitter í dag, eins og sjá má hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner