Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 31. október 2014 09:35
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Framherji Trabzonspor á óskalista Man Utd
Powerade
Abdul Majeed Waris er orðaður við Manchester United.
Abdul Majeed Waris er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Pellegrini er sagður valtur í sessi eftir tvö töp í röð.
Pellegrini er sagður valtur í sessi eftir tvö töp í röð.
Mynd: Getty Images
Það er nóg af slúðri á þessum fína föstudegi.



Manchester United vill fá Abdul Majeed Waris (23) framherja Trabzonspor en tyrkneska félagið hefur staðfest áhuga United á leikmanninum. (Daily Mail)

Crystal Palace og QPR vilja fá Benoit Assou-Ekotto (30) vinstri bakvörð Tottenham en félögin eru þó ekki til í að borga leikmanninum 40 þúsund pund í laun. (Daily Mirror)

Shaun Wright-Phillips (33) hefur hafnað tilboði um að fara frá QPR á láni. (Talksport)

Ítalska félagið Napoli hefur vísað á bug sögusögnum um að félagið ætli að reyna að krækja í Mario Balotelli (24) frá Liverpool í janúar. (Daily Mirror)

Roy Keane segir að Paul Scholes hafi verið of latur til að fara í sjónvarpsviðtöl þegar hann var leikmaður. (Daily Express)

Samuel Eto´o (33) er búinn að vinna sér inn nýjan samning hjá Everton en liðsfélagar hans hafa smitast af sigurhugarfari Kamerúnans. (Daily Mirror)

Enska knattspyrnusambandið hefur sektað leikmenn um 350 þúsund pund fyrir ummæli á samfélagsmiðlum undanfarin þrjú ár. (Guardian)

Lögreglan er viðbúin því að drónar fljúgi inn á völlinn í Manchester grannaslagnum á sunnudag. (Daily Mail)

Alan Irvine, stjóri WBA, segir að félagið sé að passa upp á að velgengni Saido Berahino (21) stígi honum ekki til höfuðs. (Daily Star)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, verður rekinn á næstunni ef marka má orð Rodney Marsh fyrrum framherja félagsins. (Talksport)

Perry Groves, fyrrum kantmaður Arsenal, segir að liðið geti orðið enskur meistari ef Sami Khedira kemur frá Real Madrid í janúar. (London Evening Standard)

Raheem Sterling (19) er talinn vera besti leikmaðurinn í Evrópu sem er undir 21 árs. (Bleacher Report UK)

Adel Taarabt gæti fengið tækifæri með QPR gegn Chelsea á morgun en hann og Harry Redknapp hafa grafið stríðsöxina. (Sky Sports)

Harry vill að leikmenn sínir hætti á Twitter eftir að Rio Ferdinand var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir færslu þar. (getwestlondon.co.uk)
Athugasemdir
banner