fös 31. október 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard: Sturridge besti enski sóknarmaðurinn
Er Sturridge besti enski sóknarmaðurinn?
Er Sturridge besti enski sóknarmaðurinn?
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard talar um liðsfélaga sinn Daniel Sturridge sem besta enska sóknarmann sem hann hefur spilað með.

Gerrard, sem er fyrirliði Liverpool, spilar með Sturridge hjá Liverpool og lék með honum í enska landsliðinu áður en skórnir fóru á hilluna.

,,Þegar fólk talar um efnilega leikmenn þá hugsa ég alltaf um Daniel Sturridge. Hann er efnilegasti leikmaður landsins," sagði Gerrard.

,,Getulega séð þá er hann líklega besti enski sóknarmaður sem ég hef spilað með. Hann er ótrúlega hraður, hæfileikaríkur og skorar alskonar tegundir af mörkum. Sumt af því sem hann gerir á æfingum gerir mig forviða.

,,Hann lék í skugga Luis Suarez í fyrra en núna er hans tími kominn, hann er nían okkar. Við þurfum hann aftur úr meiðslum sem fyrst."

Athugasemdir
banner
banner