Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
banner
   fös 31. október 2014 13:30
Elvar Geir Magnússon
„Mignolet meðal 20 bestu markvarða deildarinnar"
Neville Southall, fyrrum markvörður Everton, kemur með fast skot á Simon Mignolet, markvörð Liverpool, í nýjasta pistli sínum. Mignolet hefur verið gagnrýndur nokkuð og margir telja að Liverpool þurfi öflugri markvörð.

„Allt sem ég get sagt um Simon Mignolet er að hann er klárlega á lista mínum yfir 20 bestu markverði deildarinnar. En treystið mér, hann er alls ekki ofarlega á honum," segir Southall.

„Þegar þú hugsar um frábæra markverði hjá Liverpool eins og Tommy Lawrence, Ray Clemence, Bruce Grobbelaar og Pepe Reina þá kemst Mignolet ekki nálægt þessum klassa."

„Hann er bara 26 ára en miðað við það sem ég hef séð þá verður hann aldrei nægilega góður fyrir Liverpool. Ef þú ætlar að vinna bikara þarftu markvörð sem getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi en ég sé það ekki í honum. Þá eru greinilegir samskiptaörðugleikar milli hans og varnarmanna."
Athugasemdir
banner