Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 31. október 2014 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Pique gagnrýndur harðlega - Lék sér í símanum á bekknum
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona á Spáni, er gagnrýndur harðlega í spænskum fjölmiðlum í kvöld fyrir atvik sem átti sér stað er liðið mætti Espanyol í Ofurbikarnum um Katalóníu á dögunum en hann lék sér þá í símanum á bekknum.

Pique skoraði eina mark Barcelona í 1-1 jafntefli gegn Espanyol en Barcelona vann í vítaspyrnukeppni, 4-2.

Hann var tekinn af velli í hálfleik ásamt Luis Suarez en þó svo að um hálfgerðan vináttuleik hafi verið að ræða þá bauð Pique samt upp á afar furðulega hegðun en hann var meira og minna í símanum sínum á bekknum meðan síðari hálfleikur fór fram.

Suarez virtist ekkert alltof sáttur með liðsfélaga sinn en Pique virtist nákvæmlega sama og hélt áfram í símanum er vítaspyrnukeppnin fór fram.

Hann var gagnrýndur mikið fyrir frammistöðu sína El Clasico á dögunum og þá komst hann í kast við lögin er hann sýndi ósæmilega hegðun við lögregluna á Spáni fyrir nokkrum dögum síðan.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu úr leiknum gegn Espanyol hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner