Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. október 2014 21:37
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Getafe lagði Deportivo La Coruna
Mynd: Getty Images
Deportivo 1 - 2 Getafe
0-1 Fabricio ('35 , sjálfsmark)
0-2 Angel Lafita ('46 )
1-2 Helder Postiga ('80 )

Getafe lagði Deportivo La Coruna með tveimur mörkum gegn einu er liðin mættust í spænsku deildinni í kvöld.

Það byrjaði ekki vel fyrir heimamenn í Deportivo en á 35. mínútu leiksins þá varð Fabricio fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net.

Staðan í hálfleik var því 0-1 Getafe í vil en gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og bættu við öðru marki eftir einungis mínútu en Angel Lafita skoraði þá laglegt mark.

Portúgalski framherjinn Helder Postiga minnkaði muninn fyrir Deportivo þegar um það bil tíu mínútu voru eftir en lengar komust heimamenn ekki og 1-2 sigur Getafe staðreynd.

Getafe er í níunda sæti með 13 stig en Deportivo er í sextánda sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner