Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. október 2014 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sturridge: Meiðslin gætu verið arfgeng
Sturridge óttar að meiðslin séu arfgeng enda eru tveir frændar hans og faðir miklir meiðslapésar.
Sturridge óttar að meiðslin séu arfgeng enda eru tveir frændar hans og faðir miklir meiðslapésar.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge missir af næstu leikjum Liverpool vegna meiðsla sem virðast engan endi ætla að taka.

Sóknarmaðurinn segir að kannski séu tíð meiðsli arfgeng og talar um gott samband sitt við samherja sinn, hinn umdeilda Mario Balotelli.

,,Ég geri mitt besta en ég hef verið óheppinn á tímabilinu, kannski er þetta eitthvað arfgengt við líkamann minn, báðir frændar mínir og pabbi glímdu við meiðsli," sagði Sturridge við talkSPORT.

,,Við Balotelli náum mjög vel saman. Ég vona að þetta verði svipað samband og hjá mér og Luis Suarez á síðasta tímabili.

,,Hann (Balotelli) er mjög fín manneskja. Ég hef ekkert sæmt um hann að segja, fólk áttar sig ekki á þeim raunum sem hann hefur þurft að upplifa til að komast á þennan punkt í lífinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner