fös 31. október 2014 18:15
Magnús Már Einarsson
Þjálfaralisti - Allt klárt í efstu tveimur deildunum
Bjarni Guðjóns tók við KR.
Bjarni Guðjóns tók við KR.
Mynd: Fótbolti.net - Mate Dalmay
Óli Jó mun þjálfa Val.
Óli Jó mun þjálfa Val.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhannes Harðarson verður þjálfari ÍBV.
Jóhannes Harðarson verður þjálfari ÍBV.
Mynd: Eyjafréttir - Júlíus Ingason
Kristinn Rúnar tók við Fram.
Kristinn Rúnar tók við Fram.
Mynd: Fram.is
Gunnar Guðmundsson var ráðinn þjálfari Gróttu.
Gunnar Guðmundsson var ráðinn þjálfari Gróttu.
Mynd: Magnús Örn Helgason
Auðun Helgason tekur líklega við Sindra.
Auðun Helgason tekur líklega við Sindra.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Jón Aðalsteinn Kristjánsson var ráðinn þjálfari KF.
Jón Aðalsteinn Kristjánsson var ráðinn þjálfari KF.
Mynd: KF
Ljóst er hverjir verða þjálfarar í efstu tveimur deildum karla á næsta tímabili eftir að KR og Grótta gengu frá sínum málum í vikunni.

Nokkur félög í 2. deild eru ekki búin að ráða þjálfara en hér að neðan má sjá þjálfaralistann í heild sinni.



Pepsi-deild karla:

Stjarnan - Rúnar Páll Sigmundsson
Íslandsmeistari á sínu fyrsta ári. Rúnar fer með Stjörnuna í Meistaradeildina næsta sumar.

FH - Heimir Guðjónsson
Heimir krotaði undir nýjan tveggja ára samning við Fimleikafélagið í vikunni. Hefur þjálfað FH síðan árið 2008.

KR - Bjarni Guðjónsson*
Bjarni Guðjónsson er mættur aftur í Vesturbæinn en hann tók við KR í vikunni. Guðmundur Benediktsson verður honum til aðstoðar.

Víkingur R. - Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic
Óli og Milos hafa unnið gott starf í Víkinni undanfarin ár. Þeir munu nú stýra liðinu í sameiningu næsta sumar en Víkingur er á leið í Evrópukeppni í fyrsta skipti í mörg ár.

Valur - Ólafur Jóhannesson*
Óli Jó tekur við Val af Magnúsi Gylfasyni sem er hættur eftir tveggja ára starf. Með Sigurbjörn Hreiðarsson sér til aðstoðar.

Fylkir - Ásmundur Arnarsson
Ási krotaði undir nýjan þriggja ára samning við Fylki í vikunni. Búinn að vera í þrjú ár í Árbænum.

Breiðablik - Arnar Grétarsson*
Arnar tekur við af Guðmundi Benediktssyni. Fyrsta þjálfarastarfið hjá Arnari.

Keflavík - Kristján Guðmundsson
Ekkert annað hefur heyrst en að Kristján muni halda áfram með Keflvíkinga.

Fjölnir - Ágúst Gylfason
Gústi Púst mun halda áfram í Grafarvoginum.

ÍBV - Jóhannes Harðarson*
Jóhannes Harðarson hefur tekið við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem þjálfari ÍBV. Jóhannes hefur þjálfað í Noregi undanfarin ár.

Leiknir R. - Davíð Snorri Jónasson og Freyr Alexandersson
Davíð og Freyr stýrðu Leikni upp í Pepsi-deildina í sumar. Breiðhyltingar hafa aldrei áður leikið á meðal þeirra bestu.

ÍA - Gunnlaugur Jónsson
Gulli Jóns fór beint upp með Skagamenn og heldur áfram.

1. deild karla:

Fram - Kristinn Rúnar Jónsson*
Kristinn Rúnar er tekinn við sem þjálfari Fram en hann hefur áður þjálfað meistaraflokk félagsins. Kristinn hefur undanfarin ár þjálfað U19 ára landslið karla en hann tekur við Fram af Bjarna Guðjónssyni.

Þór - Halldór Jón Sigurðsson*
Páll Viðar Gíslason hætti með Þór eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010. Hinn 31 árs gamli Halldór Jón tók við eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Vals í sumar.

Þróttur - Gregg Ryder
Gregg framlengdi samninginn við Þrótt í vikunni og er samningsbundinn til tveggja ára í viðbót.

Víkingr Ó. - Ejub Purisevic
Ejub á ár eftir af samningi sínum og heldur áfram í Ólafsvík.

Grindavík - Tommy Nielsen*
Tommy Nielsen, fyrrum varnarmaður FH, tekur við af Milan Stefán Jankovic. Tommy var síðast spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjarðabyggð.

HK - Þorvaldur Örlysson
Þorvaldur náði eftirtektarverðum árangri á sínu fysta ári sem þjálfari HK.

Haukar - Luka Kostic*
Sigurbjörn Hreiðarsson hætti eftir tímabilið og Luka tók við. Luka þekkir vel til á Ásvöllum en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Haukum undanfarin ár.

KA - Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jó er að hefja sitt þriðja tímabil á Akureyri.

Selfoss - Zoran Miljkovic*
Zoran er mættur aftur á Selfoss þar sem hann þjálfaði 2007 og 2008. Tekur við af Gunnari Guðmundssyni.

BÍ/Bolungarvík - Jón Hálfdán Pétursson
Jörundur Áki Sveinsson hætti eftir þriggja ára starf á Vestfjörðum. Jón Hálfdán Pétursson tekur við en hann hefur þjálfað yngri flokka fyrir Vestan í áraraðir.

Fjarðabyggð - Brynjar Þór Gestsson
Brynjar hefur farið með Fjarðabyggð upp um tvær deildir á tveimur árum.

Grótta - Gunnar Guðmundsson*
Ólafur Brynjólfsson hætti eftir að hafa komið Gróttu upp í 1. deild. Margir voru orðaðir við stöðuna en á endanum tók Gunnar Guðmundsson við.

2. deild:

KV - ÓVÍST
Halldór Árnason og Páll Kristjánsson hafa þjálfað lið KV undanfarin ár. Halldór hættir og óvíst er með Pál.

Tindastóll - ÓVÍST
Bjarki Már Árnason stýrði Tindastóli í sumar en ekki er ljóst hvort hann muni halda áfram.

ÍR - Arnar Þór Valsson
Arnar Þór Valsson hefur stýrt ÍR undanfarin tvö ár og hann er að hefja sitt þriðja ár með liðið.

Huginn - ÓVÍST
Allt bendir til þess að Brynjar Skúlason haldi áfram með Huginn. Það er þó ekki staðfest ennþá.

Sindri - ÓVÍST
Óli Stefán Flóventsson hætti með Sindra á dögunum eftir að hafa stýrt liðinu undanfarin fimm ár. Fyrrum landsliðsmaðurinn Auðun Helgason hefur verið í viðræðum við félagið.

Dalvík/Reynir - ÓVÍST
Pétur Heiðar Kristjánsson hefur þjálfað Dalvík/Reyni undanfarin tvö ár. Hann heldur líklega áfram.

KF - Jón Aðalsteinn Kristjánsson*
Dragan Stojanovic hætti eftir tímabilið og Jón Aðalsteinn Kristjánsson gerði þriggja ára samning á dögunum.

Njarðvík - Guðmundur Steinarsson
Gummi Steinars heldur áfram með Njarðvíkinga.

Ægir - Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð er sáttur í Þorlákshöfn. Hann er að hefja sitt fimmta starfsár.

Afturelding - Úlfur Arnar Jökulsson
Úlfur Arnar stýrði Aftureldingu í síðustu sex leikjum tímabilsins. Hann heldur áfram í Mosfellsbæ.

Höttur - Gunnlaugur Guðjónsson
Gunnlaugur Guðjónsson heldur áfram sem þjálfari Hattar en hann tók við liðinu á miðju sumri.

Leiknir F. - Viðar Jónsson
Viðar Jónsson heldur áfram með Leikni Fáskrúðsfirði sem komst upp í 2. deild í sumar.

*Nýteknir við
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner