banner
   fös 31. október 2014 16:12
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal staðfestir að Rooney verði með
Rooney er til í slaginn... ekki Falcao.
Rooney er til í slaginn... ekki Falcao.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hefur staðfest að sóknarmaðurinn Wayne Rooney sé heill heilsu og verði með í grannaslagnum gegn City á sunnudag.

„Hann var aldrei meiddur. Hann spilar, hann er fyrirliði minn," sagði Van Gaal á fréttamannafundi.

„Hann hefur skorað fullt af mörkum gegn City, fleiri en nokkur annar. Ég fagna því að hann mun spila á sunnusag."

Rooney hefur skorað ellefu mörk í Manchester-slagnum, fleiri mörk en nokkur annar. Hann er nýbúinn að afplána þriggja leikja bann.

Antonio Valencia gæti spilað á sunnudag en kólumbíski sóknarmaðurinn Radamel Falcao er meiddur og tekur ekki þátt.

Van Gaal segir að United muni spila til sigurs gegn City en leikurinn hefst 13:30 á sunnudag og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Athugasemdir
banner
banner
banner